Haukur Garðarsson
Haukur Garðarsson er með sterkan bakgrunn í hugbúnaðariðnaðinum þar á meðal í verkefnastjórnun hugbúnaðarverkefna, skipulagningu og áætlanagerð, rekstur hugbúnaðarfyrirtækis, auk fjármálastjórnunar og eftirlits með verkefnum og fjármálum fyrirtækja.
Sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Strengs, með meira en 80 starfsmenn og 700 viðskiptavini í tíu ár, öðlaðist Haukur mikla reynslu af mannlegum samskiptum og í að viðhalda góðu sambandi við viðskiptavini.
Haukur hafði umsjón með viðskiptaþróun og undirbúningi útboða fyrir jarðhitaverkefni á auðlindaríkum svæðum eins og í Kenýa, Indónesíu, Filippseyjum og Suður-Ameríku. Hann hefur mikla reynslu af því að vinna með innlendum umboðsmönnum að jarðhitaverkefnum á þessum svæðum.
Auk þess hefur Haukur haft umsjón með stórum verkefnum í bæði olíugeymslu- og vatnsaflsiðnaði.